Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Teitur Ólafsson
(um 1744–2. maí 1821)
Djákn.
Foreldrar: Ólafur sýslumaður Árnason í Haga og kona hans Halldóra Teitsdóttir prests á Eyri, Pálssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1761, stúdent 15. apr. 1767, með heldur góðum vitnisburði, fór utan 1769, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s.á., varð baccalaureus 7. sept. 8 1773, vann talsvert að uppskriftum handrita fyrir Suhm, mun helzt hafa lagt stund á lögfræði, en tók ekki próf. Var lengi utanlands, síðast í Noregi og sinnti þar málaflutningi, kom til landsins 1796 og dvaldist með frændum sínum. Varð djákn í Hítardal 9. ág. 1812 og andaðist þar, ókv. og bl. (HÞ.).
Djákn.
Foreldrar: Ólafur sýslumaður Árnason í Haga og kona hans Halldóra Teitsdóttir prests á Eyri, Pálssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1761, stúdent 15. apr. 1767, með heldur góðum vitnisburði, fór utan 1769, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s.á., varð baccalaureus 7. sept. 8 1773, vann talsvert að uppskriftum handrita fyrir Suhm, mun helzt hafa lagt stund á lögfræði, en tók ekki próf. Var lengi utanlands, síðast í Noregi og sinnti þar málaflutningi, kom til landsins 1796 og dvaldist með frændum sínum. Varð djákn í Hítardal 9. ág. 1812 og andaðist þar, ókv. og bl. (HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.