Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Pétursson

(– – 21. júlí 1672)

Kirkjuprestur.

Foreldrar: Pétur Teitsson (prests að Lundi, Péturssonar) og kona hans Oddný Benediktsdóttir, Eiríkssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1657, stúdent líkl. 1663, var síðan í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar, enda hafði áður verið á vegum hans, fór utan 1668, með miklum meðmælum frá Brynjólfi byskupi 22. júlí s. á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. sept. s. á., hefir orðið attestatus (vitnisburður frá Óla Borch 21. maí 1670), kom aftur til landsins 1670, vígðist 24. júlí s.á. kirkjuprestur í Skálholti, drukknaði í Brúará, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.