Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Pálsson

(um 1680–15. sept. 1728)

Prestur.

Foreldrar: Páll sýslumaður Torfason að Núpi í Dýrafirði og kona hans Gróa Markúsdóttir sýslumanns að Ási í Holtum, Snæbjarnarsonar. Fekk Eyri í Skutulsfirði 1708 og hélt til æviloka, drukknaði á heimleið með rekavið af Hornströndum. Var hið mesta karlmenni, stórhuga og starfsamur.

Kona (1709). Ragnheiður (f. 25. dec. 1682, d. 29. jan. 1765) Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Magnús að Vatnsfirði, Jón byskup, Halldóra átti Ólaf sýslumann Árnason í Haga (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.