Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Jónsson

(um 1742–18. okt. 1815)

Prestur.

Foreldrar: Jón Hólabyskup Teitsson og f.k. hans Halldóra Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði, Sigurðssonar. F. í Otradal. Lærði hjá föður sínum. Tekinn í Skálholtsskóla 1763, stúdent 1766, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. dec. s. á., var þar 11 ár, lagði einkum stund á málfræði og heimspeki og varð baccalaureus 31. júlí 1770, vann talsvert að uppskriftum handrita fyrir P. F. Suhm, en mun hafa verið nokkuð óreglusamur, vígðist 17. okt. 1779 millibilsprestur að Gaulverjabæ, fekk Ögurþing 22. júlí 1782 og bjó að Skarði, fekk Kvennabrekku 1810, í skiptum við síra Þórð Þorsteinsson, og hélt til æviloka, varð bráðkvaddur á ferðalagi, að Helgafelli.

Var vel gefinn maður, en gætti sín eigi jafnan vel, smiður góður, latínuskáld (sjá Útfm. Guðríðar Gísladóttur, Kh. 1767).

Kona (24. okt. 1811). Sesselja Eggertsdóttir prests í Flatey, Hákonarsonar, ekkja síra Guðlaugs Sveinssonar að Vatnsfirði; þau bl. (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.