Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Helgason

(– –um 1603)

Prestur. Faðir: Helgi Gunnlaugsson (Helgasonar og Randíðar Bjarnadóttur frá Hvassafelli). Hefir orðið prestur 1562. Kemur við skjöl á Hvalfjarðarströnd 1567. Hefir haldið Stað í Grindavík 7 ár (líkl, 1562–9), verið síðan aðstoðarprestur síra Bárðar Jónssonar á Reynivöllum, fekk 1581 Reynivöllu og hélt til æviloka.

Hann fekk komið fram sýknu Randíðar, föðurmóður sinnar, á alþingi 1578 (sjá Alþb. Ísl.).

Vera má, að hann hafi fyrr átt dóttur síra Bárðar, þótt ekki sé getið.

Kona hans er ella nefnd Valgerður Eyjólfsdóttir.

Börn þeirra: Jón á Járngerðarstöðum, Bárður, Vilborg átti fyrr Jón Pálmason, síðar Tuma Jónsson að Síðumúla, Guðríður átti Narfa Guðmundsson að Neðra Hálsi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.