Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Hartmann

(5. júní 1890 – 18. apr. 1947)
. Lyfjafræðingur, skáld. Foreldrar: Jón Bjarnason í Tungumúla á á Barðaströnd, síðar á Patreksfirði, og kona hans Þórdís Teitsdóttir, Teitssonar. Varð lyfjasveinn á Ísafirði innan við tvítugt. Fór til Vesturheims 1912 og dvaldist þar í 4 ár. Átti síðan heima á Austfjörðum í 20 ár, fyrst á Eskifirði, en lengst á Norðfirði, og fekkst við lyfjaafgreiðslu o. fl. Gerðist starfsmaður í lyfjabúð á Ísafirði 1942 og gegndi því starfi til æviloka. Varð einkum kunnur af lausavísum sínum (Eimreiðin KXIV, Breiðfirðingur II, IV, V). Ritstörf: Vísnakver, Ísaf. 1951. Kona (1925): Guðrún hjúkrunarkona Guðfinnsdóttir trésmiðs úr Austur-Landeyjum, Jónssonar; þau bl. (Vísnakver, formáli).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.