Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Halldórsson

(– – um 1628)

Prestur.

Foreldrar: Síra Halldór Einarsson í Selárdal og s.k. hans Inga Jónsdóttir prests í Gufudal, Þorleifssonar, Er orðinn prestur í Gufudal eigi síðar en 1589, lét af prestskap 1625.

Kona 1: Þóra Torfadóttir á Kirkjubóli, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Halldór í Gufudal, Kristín átti fyrr Þorleif Bjarnason frá Brjánslæk, Björnssonar, varð síðar miðkona síra Jóns Sigurðssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð.

Kona 2: Hildur Þorgrímsdóttir í Lögmannshlíð, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Þorgrímur bl., Ólöf f. k. Hákonar sýslum. í Þykkvabæ Þorsteinssonar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.