Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Gíslason

(1529–á lífi 1605)

. Bóndi í Auðsholti í Biskupstungum, almennt kallaður Vopna-Teitur eða Teitur sterki.

Foreldrar: Gísli lögréttumaður á Stafnesi Jónsson á Svarðbæli undir Eyjafjöllum (,Sandbælis-Jóns“), Helgasonar, og Oddný Pétursdóttir ríkismannafælu, lögréttumanns í Öndverðanesi, Sveinssonar biskups hins spaka, Péturssonar. Teitur er í gömlum heimildum kallaður maktarmaður og mikilmenni.

Síra Jón Halldórsson í Hítardal segir, að hann hafi verið sá, „sem hér í landi bar seinast brynju og alvæpni eftir fornum sið“. Teitur gerði fyrstur manna tilraun til að leita upp Þórisdal, en varð frá að hverfa (Huld III, TI–78; Blanda VITI, 344).

Hann deildi við Þormóð Ásmundsson í Bræðratungu um afnot Tungueyjar. Hinn 17. jan. 1605 vitnaði Teitur um reka Skálholtsstaðar fyrir Stokkseyrarlandi og segist þá vera 76 ára og hafa verið 40 vertíðir formaður á Stokkseyri, en róið þar áður 6 vertíðir og eina í Vestmannaeyjum og eina í Þorlákshöfn (AM. 261, 4to). Kona 1: Jórunn Einarsdóttir bónda á Vatnsleysu, síðar í Haukadal (1547) Guðmundssonar. Börn þeirra: Vernharður bóndi á Stokkseyri og Guðrún átti (1578) Þorleif Þórðarson í Auðsholti. Kona 2: Kristín Felixdóttir prests í Saurbæ á Kjalarnesi, Gíslasonar. Börn þeirra: Gísli prestur í Arnarbæli og Ólafur í Biskupstungum (BB. Sýsl.; PZ. Vík, 67–71; Gl. Bergsætt; H. Pét. o.fl. heimildir) (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.