Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Gunnlaugsson, ríki

(14, og 15. öld)

Lögmaður sunnan og austan 1435–55 og um allt land 1440–51.

Foreldrar: Gunnlaugur sýslumaður á Víðivöllum og Uppsölum í Blönduhlíð Guðmundsson (Sigurðssonar(?) lögmanns yngra, Guðmundssonar) og kona hans Herdís Þorgeirsdóttir, ekkja Runólfs sýslumanns í Bjarnanesi Pálssonar. Var mikilmenni..

Kemur við handtöku Jóns byskups Gerrekssonar. Getur síðast í skjali lífs 1467. Hann þóktist bundinn af eiði sínum við Eirík konung pommernska, til þess er alþingi leysti hann (1459) frá þeirri hollustu, en fyrir þær sakir varð hann og að lúka bætur nokkurar Kristjáni fyrsta, með því að hann hafði ekki aðhyllzt hann fram að þessu. Bjó „í Bjarnanesi. Dóttir hans (skírgetin): Kristín átti Þorleif Árnason, Þorleifssonar.

Sonur hans óskírgetinn: Gunnlaugur.

Börn Teits eru og talin: Eyjólfur, Mikael, Ólafur, Steinunn átti Ólaf Guðmundsson (Dipl. Isl.; Safn II; BB. Sýsl.; SD. Lögm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.