Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Finnbogason

(24. sept. 1803–25. júlí 1883)

Járnsmiður og dýralæknir í Rv.

Foreldrar: Finnbogi verzlm. Björnsson í Rv. og kona hans Arndís Teitsdóttir vefara í Rv., Sveinssonar. Lærði ungur járnsmíðar. Fór í dýralæknaskólann í Kh. 1829, tók próf þaðan 1833. Stundaði síðan hvort tveggja. Getur talsvert í fjárkláðalækningum. Eftir hann (og Jón Hjaltalín) er: Stuttur leiðarvísir, Rv. 1856. Sundmaður mikill og hagleiksmaður.

Kona: Guðrún Guðbrandsdóttir járnsmiðs í Rv., Stefánssonar.

Börn þeirra voru: Guðbrandur (Finnbogason) veræzlunarstjóri í Rv., Arndís átti Valdimar kaupm. Fischer í Rv. og Kh. (Freyr, 30. árg.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.