Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Einarsson

(um 1626–1695)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Sigurðsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Helga Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar. Vígðist 1647 að Prestbakka í Hrútafirði og hélt til æviloka. Bjó fyrst á Prestbakka, en fluttist síðan að Skálholtsvík.

Kona 1 (1648). Þóra Arnfinnsdóttir prests á Stað í Hrútafirði, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Arnfinnur í Siglunesi á Barðaströnd, Finnur á Bjargshóli í Miðfirði, Sigurður eldri, var í Dalasýslu (Saurbæ?), Sigurður yngri á Brunngili í Bitru, Snorri í Svínaskógi á Fellsströnd, Sigríður eldri átti Guðmund elzta Sigurðsson lögrm., Guðmundssonar, Halldóra átti Brand hreppstjóra Skeggjason í Hvammsdal, Sigríður yngri átti fyrr Jón Sigurðsson (bróður Guðmundar, sem átti Sigríði eldri), en síðar Hall í Hrafnabjargakoti í Hörðudal Jónsson, Guðrún átti Einar Skeggjason (bróður Brands), Helga átti fyrr Bjarna Jónsson, síðar Benedikt nokkurn, Hólmfríður átti Hall Guðnason að Kolbítsá.

Kona 2: Oddný Guðnadóttir að Kolbítsá, Jónssonar.

Sonur þeirra: Guðni í Kálfanesi í Steingrímsfirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.