Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Bessason

(– – 1214)

Byskupsefni í Skálholti.

Foreldrar: Bessi Halldórsson, Egilssonar, og Halldóra Gizurardóttir lögsögumanns, Hallssonar. Kjörinn til byskups eftir Pál Jónsson 1212. Andaðist í Noregi óvígður.

Sonur hans mun vera Halldór, faðir Önundar byskupsfrænda, föður Halldórs, föður Péturs lögmanns (SD.) (Bps. bmf. I; Sturl.; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.