Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Arason

(1687–10. dec. 1735)

Sýslumaður.

Foreldrar: Ari sýslumaður Þorkelsson í Haga og kona hans Ástríður Þorleifsdóttir í Haga, Magnússonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1708, var kominn í efra bekk 1712, en varð ekki stúdent.

Mun fyrst hafa verið aðstoðarmaður föður síns og fekk síðan hluta hans af Barðastrandarsýslu og suðurhlutann einnig 1718, sleppti hálfri sýslunni 1723, fekk konungsveiting fyrir henni allri 17. apr. 1727 og hélt til æviloka. Hann var ribbaldi og svakafenginn, átti sífelldar skærur við ýmsa, jafnt föður sinn og systkini sem aðra.

Bjó að Múla í Kollafirði 1722, í Laugardal frá 1724–30 a.m. k., en síðast að Reykhólum.

Kona: Margrét (d. 14. dec. 1770, 78 ára) Eggertsdóttir á Kirkjubóli, Snæbjarnarsonar (konungsleyfi 26. apr. 1720, þau systkinabörn).

Börn þeirra: Ari að Reykhólum, Sigríður átti síra Jón Ólafsson í Tröllatungu, Helga átti fyrst launbarn, giftist síðan Torfa Jónssyni á Kinnarstöðum, Eggert blóðtökumaður, Guðrún átti Jón Magnússon frá Snóksdal, Jón. Launsonur Teits (með Álfheiði Þorleifsdóttur): Guðmundur í Sólheimatungu (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.