Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Sæmundsen
(16. júlí 1797–31. ág. 1876)
Umboðsmaður, dbrm.
Foreldrar: Sæmundur að Krossi í Lundarreykjadal Jónsson (í Eyjum í Kjós, Björnssonar á Efra Velli, Guðmundssonar) og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Lærði prentverk í Viðey, stundaði barnakennslu og skriftir í Rv., varð síðan skrifari sýslumanna, en 1831 skrifari Gríms amtmanns Jónssonar, fekk vesturhluta Munkaþverárumboðs 1832 og hélt til þess um 1866–7. Var tvívegis settur sýslumaður í Vaðlaþingi og einu sinni í Hegranesþingi.
Bjó í Krossanesi, Melgerði, en síðast á Akureyri. Eftir hann er pr.: Leiðarvísir til að spila á langspil, Ak. 1855. Var og skáldmæltur; þýddi fyrra hl. Felsenborgarsagna.
Kona (23. okt. 1829): Sigríður (d. í febr. 1866) Grímsdóttir smáskammtalæknis, Magnússonar; þau bl., en ættleiddu bróðurson hennar Pétur Júlíus Jósepsson og fengu leyfisbréf konungs fyrir því, að hann skyldi nefnast Sæmundsen, og varð hann verzlunarstj. við Blönduós (sjá Norðanfara 1876) (BB. Sýsl; Alm. Þjóðvinafél. 1876, fd. og dd.).
Umboðsmaður, dbrm.
Foreldrar: Sæmundur að Krossi í Lundarreykjadal Jónsson (í Eyjum í Kjós, Björnssonar á Efra Velli, Guðmundssonar) og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Lærði prentverk í Viðey, stundaði barnakennslu og skriftir í Rv., varð síðan skrifari sýslumanna, en 1831 skrifari Gríms amtmanns Jónssonar, fekk vesturhluta Munkaþverárumboðs 1832 og hélt til þess um 1866–7. Var tvívegis settur sýslumaður í Vaðlaþingi og einu sinni í Hegranesþingi.
Bjó í Krossanesi, Melgerði, en síðast á Akureyri. Eftir hann er pr.: Leiðarvísir til að spila á langspil, Ak. 1855. Var og skáldmæltur; þýddi fyrra hl. Felsenborgarsagna.
Kona (23. okt. 1829): Sigríður (d. í febr. 1866) Grímsdóttir smáskammtalæknis, Magnússonar; þau bl., en ættleiddu bróðurson hennar Pétur Júlíus Jósepsson og fengu leyfisbréf konungs fyrir því, að hann skyldi nefnast Sæmundsen, og varð hann verzlunarstj. við Blönduós (sjá Norðanfara 1876) (BB. Sýsl; Alm. Þjóðvinafél. 1876, fd. og dd.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.