Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tanni Torfason

(um 1060– um 1130)
. Faðir: Torfi undir Hrauni (Staðar-Hrauni) Skúmsson, Þrándarsonar, Þórarinssonar á Ökrum (f. um 940, d. um 1025), Þórissonar sst., Þorgilssonar knappa. Tanni átti Hraun, Brúarfoss, Langárfoss, Ferjubakka o. fl. jarðir og gáfu þau Hallfríður kona hans stórfé til sælubús á Ferjubakka um 1115. Þau gáfu og allmikið fé til kirkju á Langárfossi og afrétt á Langavatnsdal til Hraunskirkju. Hallfríður kona Tanna mun hafa verið dóttir Eyjólfs á Lambastöðum, Snorrasonar goða. Systir Tanna líklega Margrét. Sonur Tanna og Hallfríðar: Atli faðir Ingvildar, konu Snorra lögsögumanns Húnbogasonar (Landn.; Grettissaga; Dipl. Isl. I, nr. 24, 26, 65, 67) (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.