Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sölvi Þorkelsson

(9. okt. [19. okt., Vita] 1775–16. ág. 1850)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorkell officialis Ólafsson að Hólum og kona hans Ingigerður Sveinsdóttir lögmanns, Sölvasonar. Tekinn í Hólaskóla 1789, stúdent 15. maí 1795, með vitnisburði í betra lagi, var í þjónustu Sigurðar byskups Stefánssonar og síðan hjá ekkju hans, setti bú á fjórðungi úr Hólum 1803, fekk Hofstaðaþing 29. sept. 1807, vígðist 4. okt. s.á., setti næsta vor bú á Hjaltastöðum, lét af prestskap 1844, fluttist þá að Hjaltastaðakoti, en fór aftur 1847 að Hjaltastöðum og andaðist þar. Hann var söngmaður ágætur, vel látinn og þolinmóður í fátækt sinni.

Kona (25. sept. 1799): Þórey (d. 27. júlí 1846, 65 ára) Guðmundsdóttir í Jónsnesi, Steindórssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingibjörg átti Pál Sigfússon að Miklahóli, Ingigerður átti Jón Jónsson í Miðdalsgróf, Sveinn fór utan, varð verzlunarmaður, er hann kom aftur til landsins, Sölvi varð farmaður, Lilja, Guðríður, Jakob fór suður á land, Ingiríður (d. 17 ára), Gísli smiður og bókbindari (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.