Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sölvi Vigfússon

(1. mars 1858–8. sept. 1927)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Vigfús Guttormsson á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og kona hans Margrét Þorkelsdóttir prests að Stafafelli, Árnasonar. Naut góðrar menntunar í heimahúsum, enda gegndi hann flestum sveitarstörfum og trúnaðarstörfum í Fljótsdalshéraði og var framfaramaður, og treystu menn vel forsjá hans og mannkostum. Búhöldur góður, bætti jörðina (Arnheiðarstaði, en þar bjó hann jafnan) og prýddi (kom t.d. upp trjáog blómgarði þar).

Kona (1887): Sigríður Sigfúsdóttir að Skriðuklaustri, Stefánssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorvarður Kjerúlf stúdent, Droplaug (Óðinn XXV; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.