Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sölvi Tómasson

(1697–23. apríl 1759)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Tómas Sveinsson í Kollugerði og kona hans Þórdís Magnúsdóttir. F. að Glerá. Ólst upp hjá Jóni sýslumanni Vigfússyni í Lögmannshlíð. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1712, varð djákn að Möðruvallaklaustri 1716, býr á Grund í Eyjafirði 1721, en 1724–5 í Miklagarði, fekk hálft Munkaþverárklaustur 1726, og hélt til æviloka, bjó að Munkaþverá. Merkur maður, vel látinn, vel að sér, kenndi nemöndum undir skóla, meðan hann var djákn.

Kona: Halldóra (d. 4. febr. 1766, 80 ára) Jónsdóttir í Tungu í Fljótum, systir Jóns sýslumanns í Grenivík.

Sonur þeirra: Sveinn lögmaður (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.