Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sölvi Helgason

(16. ág. 1820–27. nóv. 1895)

Umferðarmaður.

Foreldrar: Helgi Guðmundsson að Fjalli í Sléttahlíð og kona hans Ingiríður Gísladóttir. Varð snemma landshornamaður, kenndur við óknytti og Óráðvendni, var í betrunarhúsi í Kh. 1854–7.

Orðlagður af sjálfhælni og þóktist bera skyn á flesta hluti.

Leynzt hafa í honum ýmsar gáfur, mengaðar geðbilun; varðveitzt hafa eftir hann drög að málverkum, rósaútflúr og annað slíkt til skreytingar, en sérvizka og þekkingarleysi stóðu í vegi. Orkti og samdi rit með sömu einkennum.

„Frakklandssaga“ eftir hann er varðveitt í Lbs., nálega ólæsileg vegna letursmæðar, en rithöndin þó með fögrum blæ. Af honum eru miklar sagnir (sjá t.d. F.Sigm.: Amma I. bd.), og orðið hefir hann uppistaðan í 2 skáldritum miklum (eftir Davíð Stefánsson og Elinborgu Lárusdóttur) og yrkisefni öðrum skáldum. Dóttir: Kristín fór til Vesturheims og átti Jóhannes Jónsson Færeying (Alm. Ól. Þorg. 1906; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.