Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sölvi Gottskálksson

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir talinn: Gottskálk sýslumaður Magnússon að Reykjum í Tungusveit, en það er heldur vafasamt. Var prestur í Möðrudal 1588–93, leikmaður hélt staðinn síðan í 2 ár, en síra Sölvi tók aftur við honum 1595, lét þar af prestskap 1629 og hefir andazt skömmu síðar, um 1632.

Kona: Snjáfríður Þorláksdóttir prests í Heydölum, Ívarssonar.

Börn þeirra: Síra Gunnlaugur í Möðrudal, Gottskálk, Þorlákur, Jón, Arngrímur, Ragnhildur átti Bjarna Bergsson frá Hafursá (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.