Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Símon Árnason
(17. öld)
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Árni lögréttum. Pálsson á Skúmsstöðum á Eyrarbakka og kona hans Ástríður Sigurðardóttir í Bakkárholti, Ólafssonar. Mun hafa komið í Skálholtsskóla um 1657, stúdent um 1663, fekk umboð byskupstíunda í Árnesþingi 1664, bjó fyrst á Þórustöðum efri í Ölfusi, en frá 1679 á Hjalla, er orðinn geðbilaður 1683, því að það ár lét faðir hans í lögréttu svifta hann fjárforráðum, meðan þessi bilun stæði (alþb. 1683). Er á lífi 1689.
Kona: Guðrún Jónsdóttir í Nesi í Selvogi, Pálssonar. Dætur þeirra taldar: Guðríður, Guðrún. Honum er í sumum ritum ruglað saman við Símon Árnason að Dysjum á Álptanesi, síðar í Örfirisey (HÞ).
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Árni lögréttum. Pálsson á Skúmsstöðum á Eyrarbakka og kona hans Ástríður Sigurðardóttir í Bakkárholti, Ólafssonar. Mun hafa komið í Skálholtsskóla um 1657, stúdent um 1663, fekk umboð byskupstíunda í Árnesþingi 1664, bjó fyrst á Þórustöðum efri í Ölfusi, en frá 1679 á Hjalla, er orðinn geðbilaður 1683, því að það ár lét faðir hans í lögréttu svifta hann fjárforráðum, meðan þessi bilun stæði (alþb. 1683). Er á lífi 1689.
Kona: Guðrún Jónsdóttir í Nesi í Selvogi, Pálssonar. Dætur þeirra taldar: Guðríður, Guðrún. Honum er í sumum ritum ruglað saman við Símon Árnason að Dysjum á Álptanesi, síðar í Örfirisey (HÞ).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.