Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Símon Jónsson

(16. öld)

Prestur. Faðir: Síra Jón Héðinsson í Hruna. Var í þjónustu Gizurar byskups Einarssonar, vígðist 1544 kirkjuprestur að Skálholti, fekk Kálfholt 1545, afhenti þann stað 14. maí 1568, og telja sumir, að hann fengi þá Hruna og dæi þar um 1570.

Kona: Halla Bjarnadóttir, Þorleifssonar. Synir þeirra: Síra Sveinn í Holti í Önundarfirði, Arnþór (Arnór), e.t.v. sá, er bjó á Kirkjubóli í Valþjófsdal. Launsonur síra Símonar er sumstaðar talinn: Símon formaður undir Eyjafjöllum, drukknaði 1609 (Dipl. Isl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.