Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Símon Guðmundsson

(um 1757–23. mars 1785)

Stúdent.

Foreldrar: Guðmundur Eiríksson á Óslandi, Guðvarðssonar, og kona hans Helga Símonardóttir. Tekinn í Hólaskóla 1772, stúdent 7. mars 1779, með góðum vitnisburði, hóf síðan búskap í Bæ á Höfðaströnd, fekk 1783 uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni. Símon drukknaði á leið úr Hofsósi að Sjávarborg.

Kona (1781). Sofía Halldórsdóttir prentara að Hólum, Eiríkssonar, Synir þeirra: Ólafur að Vatnsenda í Ólafsfirði, Símon á Stafnshóli. Sofía ekkja Símonar stúdents átti síðar síra Þórarin Sigfússon að Tjörn í Svarfaðardal (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.