Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Símon Bjarnarson, Dalaskáld

(2. júlí 1844–9. mars 1916)

Skáld.

Foreldrar: Björn Magnússon á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð (faðernið talið vafasamt) og kona hans Elísabet Jónasdóttir í Réttarholti, Sigfússonar. Var víða um Skagafjörð, oftast í húsmennsku, en stundaði framan af við og við sjómennsku. Ferðaðist um allt land með rit sín. Var síðast í Bjarnastaðarhlíð. Rit: Smámunir 1872–3, Freyja 1874, Bragi 1876, Starkaður 1877, Sneglu-Halli 1883, Kormákur 1886, Stúfur 1892, Sighvatur 1905, Hallfreður 1909; rímur af Kjartani Ólafssyni 1871 (og 1890), af Búa 1872, af Gunnlaugi ormstungu 1876 (og 1906), af Herði 1879, af Ármanni og Helgu 1891, af Hávarði Ísfirðingi 1891, af Hrafni Hrútfirðingi 1911, af Ingólfi Arnarsyni 1912; með Jóni Sigurðssyni frá Gilhaga: Atla rímur Ótryggssonar, Rv. 1889. Safnaði efni í ævisögu Bólu-Hjálmars, en hana samdi síðan Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi og lét prenta 1911. Handrit (ævisaga) í Lbs.

Kona (1873): Margrét Sigurðardóttir, Bjarnasonar (ekkja); þau slitu samvistir. Af börnum þeirra komst upp: Friðfríður fór til Danmerkur (Snæbj. Jónsson: Sagnakver; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.