Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Símon (Johnsen) Þórðarson

(1. júlí 1888–26. mars 1934)

Lögfr.

Foreldrar: Þórður verzlm. Guðmundsson frá Hól í Rv. og kona hans Sigríður Hansdóttir Bjerings að Kaldbak á Tjörnesi. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1903, stúdent 1909, með 2. einkunn (78 st.). Stundaði um hríð nám í háskólanum í Kh., var og að söngnámi þar og í Þýzkalandi. Dvaldist síðan á Spáni og í Vesturheimi. Kom aftur til landsins 1915 og vann fyrst í skrifstofu í Rv., var síðan í háskóla Íslands, lauk lagaprófi 14. júní 1921, með 2. eink. lakari (62 st.). Stundaði síðan ýmis skrifstofustörf. Var orðlagður söngmaður og vel að sér í tungumálum.

Kona: Ágústa Pálsdóttir, ekkja Lopts stýrimanns Ólafssonar í Rv.

Börn þeirra Símonar: Sverrir sjómaður (drukknaði), Sigríður átti Ragnar lögfræðing Jónsson í Rv., Guðrún söngkona (Óðinn XXK; 0. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.