Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Símon (Daníel) Bech
(18. dec. 1814–8. nóv. 1878)
Prestur.
Foreldrar: Vorm hreppstjóri Símonarson Bech að Geitaskarði og kona hans Lilja Daníelsdóttir á Steinsstöðum í Öxnadal, Sveinssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1828, tók svo litlum framförum 2 fyrstu árin, að kennarar hans þar lögðu til að vísa honum úr skóla, en eigi varð af því, og tók hann nú bráðum framförum, stúdent 1835, með vitnisburði í betra meðallagi. Varð þá skrifari og barnakennari hjá Páli sýslumanni Melsteð í Hjálmholti, vígðist 21. júní 1840 aðstoðarprestur síra Björns Pálssonar á Þingvöllum, fekk það prestakall 12. nóv. 1844, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka, var prófastur í Árnesþingi 1861–6.
Hirðumaður, staðfastur og skyldurækinn.
Kona (22. okt. 1840): Anna Margrét (f. 7. júní 1811, d. 8. sept. 1896), laundóttir Friðriks verzlm. Möllers og Önnu Sigríðar Stefánsdóttur amtmanns Þórarinssonar (er síðar átti Pál amtmann Melsteð); fengu þau konungsleyfi til hjúskapar 21. júní 1840, með því að Anna Margrét hafði áður átt laundóttur, Önnu Sigríði, með Stefáni stúdent Jónssyni á Snartarstöðum, er verið hafði skrifari Páls Melsteðs. Þau síra Símon áttu 1 son, sem dó ungur (Bessastsk.; Vitæ ord. 1840; HÞ.: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Vorm hreppstjóri Símonarson Bech að Geitaskarði og kona hans Lilja Daníelsdóttir á Steinsstöðum í Öxnadal, Sveinssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1828, tók svo litlum framförum 2 fyrstu árin, að kennarar hans þar lögðu til að vísa honum úr skóla, en eigi varð af því, og tók hann nú bráðum framförum, stúdent 1835, með vitnisburði í betra meðallagi. Varð þá skrifari og barnakennari hjá Páli sýslumanni Melsteð í Hjálmholti, vígðist 21. júní 1840 aðstoðarprestur síra Björns Pálssonar á Þingvöllum, fekk það prestakall 12. nóv. 1844, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka, var prófastur í Árnesþingi 1861–6.
Hirðumaður, staðfastur og skyldurækinn.
Kona (22. okt. 1840): Anna Margrét (f. 7. júní 1811, d. 8. sept. 1896), laundóttir Friðriks verzlm. Möllers og Önnu Sigríðar Stefánsdóttur amtmanns Þórarinssonar (er síðar átti Pál amtmann Melsteð); fengu þau konungsleyfi til hjúskapar 21. júní 1840, með því að Anna Margrét hafði áður átt laundóttur, Önnu Sigríði, með Stefáni stúdent Jónssyni á Snartarstöðum, er verið hafði skrifari Páls Melsteðs. Þau síra Símon áttu 1 son, sem dó ungur (Bessastsk.; Vitæ ord. 1840; HÞ.: SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.