Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Þórðarson

(um 1709–1749)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Þórður Jónsson á Staðastað og kona hans Margrét Sæmundsdóttir prests í Hítardal, Oddssonar. Tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) 1728, hætti við nám fyrir jól 1730, enda þókti hann ekki fallinn til náms.

Bjó á Narfeyri, Hálsi á Skógarströnd, en síðast á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd.

Kona: Kristín Guðmundsdóttir prests að Helgafelli, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur klæðalitari í Leirvogstungu og Þormóðsdal, Guðrún átti Vigfús Arason að Hálsi á Skógarströnd. Launsonur Sæmundar (með Unu Guðmundsdóttur): Einar (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.