Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Þorsteinsson

(1745–23. júlí 1815)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn Sigurðsson að Nautabúi í Skagafirði og kona hans Anna Tómasdóttir.

Tekinn í Hólaskóla 1765, stúdent 1769, fekk Reykjadal 24. okt. 1770, vígðist 28. s. m., fekk Garpsdal 9. mars 1781, missti að vísu prestskap fyrir of bráða barneign með s.k. sinni, fekk uppreisn 27. febr, 1808 og hélt sama prestakalli til æviloka.

Hann kemur nokkuð við þjóðsagnir (Garpsdalsdraug).

Kona 1 (25, mars 1772): Ingibjörg (d. 20. sept. 1805, 58 ára) Þorsteinsdóttir prests að Hrafnagili, Ketilssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Dómhildur varð fyrr s.k. Hallgríms Sigurðssonar að Múla í Gilsfirði, átti síðar Þorstein Þorsteinsson frá Skarði, Guðbrandssonar, Sigríður átti fyrr Jón hreppstj. Jónsson í Skálmardal, síðar Guðmund Sigurðsson sst., milli manna átti hún laundóttur (með Guðmundi Magnússyni að Deildará).

Kona 2 (2. apr. 1807): Sigríður (d. 1842) Jónsdóttir að Kleifum á Selströnd, Gíslasonar. Af börnum þeirra komst upp: Gísli (talinn rangfeðraður, SGrBf.) í Hvarfsdal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.