Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Ögmundsson

(1776 – 25. jan. 1837)

. Hreppstjóri, dbrm. Foreldrar: Síra Ögmundur (d. 5. sept. 1805, 73 ára) Högnason á Hálsi í Hamarsfirði, síðar á Krossi í Landeyjum og kona hans Salvör (d. 1. okt. 1821, 88 ára) Sigurðardóttir í Ásgarði í Grímsnesi, Ásmundssonar. Bóndi á Kúhóli og Bakkahjáleigu í Landeyjum og síðast í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum. Byrjaði búskap efnalítill, en dánarbú hans var virt á 8000 rd., og hafði hann þó kostað miklu til menntunar og frama síra Tómasar sonar síns. Varð úti. Kona: Guðrún (d. 26. dec., 1843, 69 ára) Jónsdóttir í Hallgeirsey, Ólafssonar.

Börn þeirra: Síra Tómas á Breiðabólstað, Sigurður í Eyvindarholti, Ingibjörg átti Sigurð hreppstjóra Ísleifsson á Barkarstöðum í Fljótshlíð, Jórunn átti Árna Jónsson á Klasbarða í Vestur-Landeyjum (PG. Ann.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.