Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Árnason

(– – 8. júlí 1632)

Sýslumaður.

Foreldrar: Árni sýslumaður Gíslason að Hlíðarenda og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir að Ási í Holtum, Eiríkssonar. Hélt Snæfellsnessýslu og Stapaumboð 1615–26, frá 1623 þó ekki nema í þeirra léna. Höfðingi mikill og auðmaður. Hefir samið drög að ættartölum. Bjó að Hóli í Bolungarvík,

Kona (kaupmáli 22. sept. 1588): Elín eða Helena (d. í maí 1638) Magnúsdóttir sýslumanns prúða, Jónssonar.

Börn þeirra: Árni lögsagnari í Syðri Görðum, Magnús sýslumaður að Hóli í Bolungarvík, Eggert á Sæbóli, Guðrún átti Odd Þorleifsson að Borg, Halldóra átti Benedikt Skálholtsráðsmann Þorleifsson á Háeyri (Saga Ísl. V; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.