Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Sigurðsson

(1760– ? )

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Sigurður Ólafsson í Ögri og f.k, hans Sigríður Ásgeirsdóttir prests í Dýrafjarðarþingum, Bjarnasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1777, stúdent 26. apr. 1783, með góðum vitnisburði, - fór utan 1785, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1. okt. s. á., með 2. einkunn, kom aftur til landsins 1787. Var húsmaður á Sandeyri á Snæfjallaströnd, síðan í Vatnsfirði, bjó síðar í Arnardal, fór þaðan 1816 að Stóra Garði í Dýrafirði, síðan að Æðey, er síðast talinn hafa búið á Blámýrum í Ögursveit. Er enn á lífi 1831.

Hann var heilsutæpur og sjóndapur.

Kona (17. nóv. 1801): Jóhanna Jael Jónsdóttir prests á Rafnseyri, Bjarnasonar; þau bl. (HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.