Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Sigfússon fróði

(1056–22. maí 1133)

Prestur.

Foreldrar: Sigfús Loðmundsson í Odda og kona hans Þórey Eyjólfsdóttir halta á Möðruvöllum, Guðmundssonar ríka.

Fór ungur til náms út í lönd og var nokkur ár að námi í París. Kom aftur til landsins 1076 og settist að á eignarjörð sinni, Odda, varð prestur þar skömmu síðar og hélt til æviloka. Í hann er víða vitnað um heimildir í fornritum, en engin rit verða nú eignuð honum. Þjóðsagnir miklar eru um hann.

Kona: Guðrún Kolbeinsdóttir, Flosasonar.

Börn þeirra: Loptur í Odda, Eyjólfur prestur þar, Loðmundur, Þórey átti Þorvarð Ólafsson (FJ. Litt.; Arkiv Í. nord. filol. VITI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.