Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Oddsson

(um 1633–9. maí 1687)

Prestur.

Foreldrar: Oddur Þorleifsson að Borg og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir sýslumanns að Hóli í Bolungarvík, Árnasonar.

Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1654, var í þjónustu Brynjólfs 25 byskups, fór utan 1655, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. okt. s.á., en talinn hafa komið hingað aftur 1657, gekk fyrst aftur í þjónustu Brynjólfs byskups 2 ár, síðan 2 ár hjá Tómasi fógeta Nikulássyni, eftir það hjá foreldrum sínum og bjó um hríð að föðurleifð sinni, Borg. Vígðist 22. jan. 1671 að Hítardal (konungsveiting 23. jan. 1672) og hélt til æviloka. Var prófastur í Mýrasýslu frá 1675 einnig til æviloka. Hann fekk mjög gott orð. Þýðing, sem honum er eignuð á postillu Brochmanns Sjálandsbyskups, er nú ekki lengur kunn.

Kona (27. okt. 1667). Salvör (d. 28. nóv. 1711) Vigfúsdóttir sýslumanns að Stórólfshvoli, Gíslasonar. Dóttir þeirra: Margrét átti síra Þórð Jónsson á Staðastað og voru þau systkinabörn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.