Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Oddsson

(1751–19. júlí 1823)

Prestur.

Foreldrar: Oddur Sæmundsson á Atlastöðum í Svarfaðardal (síðar í Stíflisdal í Kjós) og kona hans Guðrún Jónsdóttir á Skeiði í Svarfaðardal, Jónssonar (af Melaætt þar). F. á Skeiði. Ólst upp hjá móðurforeldrum sínum til 11 ára aldurs, tekinn í Hólaskóla 1769, stúdent 9. apr. 1775, með meðalvitnisburði, varð djákn á Reynistað 1777, vígðist 1. júní 1783 prestur að Þingeyraklaustursprestakalli, bjó að Brekku, fekk Tjörn á Vatnsnesi 1811 og hélt til æviloka.

Hann var lítill búsýslumaður, en vel látinn, hagorður. Vikusálmar tvennir eftir hann eru í ritum hins íslenzka evangeliska smáritafélags; vikubænir eru honum eignaðar og rímur af Nikulási leikara, en ekki er kunnugt um þau handrit nú.

Kona 1 (1778): Ingibjörg (d. 12. mars 1809, 66 ára) Benediktsdóttir í Kirkjubæ í Norðurárdal, Steingrímssonar, Af börnum þeirra komst upp: Jóhanna átti síra Jón Mikaelsson að Vesturhópshólum.

Kona 2 (18. okt. 1809): Helga (d. 5. jan. 1825, 53 ára) Bjarnadóttir í Hlíð á Vatnsnesi. Af börnum þeirra komst upp: Hólmfríður Sæunn átti Jón að Kolbítsá Halldórsson prests á Mel, Ámundasonar (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.