Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Magnússon

(um 1634– ? )

Lögsagnari að Hóli í Bolungarvík.

Foreldrar: Magnús Sæmundsson sst. (Árnasonar) og kona hans Sigríður Þorleifsdóttir í Búðardal, Bjarnasonar. Varð lögréttumaður 1667. Talinn hafa verið lögsagnari um tíma í Kjósarsýslu, en var það í vesturhluta Ísafjarðarsýslu 1685–6. Er á lífi 1703.

Kona 1: Guðrún (d. 1665) Þorvaldsdóttir söngmanns í Hvammi í Dýrafirði, Björnssonar.

Börn þeirra munu ekki hafa komizt upp.

Kona 2 (1667). Solveig Jónsdóttir Prests að Arnarbæli, Daðasonar.

Börn þeirra: Guðrún átti Magnús Magnússon, Jónssonar á Þóroddsstöðum, Sesselja átti Magnús Jónsson að Ögri, Sigmundur að Hóli, Guðrún yngri átti Björn Ketilsson að Gili, Katrín átti Bjarna Ketilsson, Halldóra átti Jón Jónsson, Sigríður átti Jón Jónsson.

Kona 3: Valgerður (f. um 1662) Jónsdóttir.

Sonur þeirra: Árni (BB. Sýsl.; Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.