Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Kársson

(um 1556–19. júlí 1638)

Prestur.

Foreldrar: Kár í Vatnshlíð(?) Sæmundsson (sýslumanns, Símonarsonar) og kona hans, sem nefnd er Guðný. Hann er orðinn prestur 1578 og hefir þá gegnt Þingeyraklaustri, missti þar prestskap (um 1582–3) vegna barneignar með konu þeirri, er hann átti síðar. Eftir það fekk hann Barð (um 1588)), en Reynistaðarklaustursprestakall um 1590, en Glaumbæ 1591 og hélt til æviloka. Var prófastur í Hegranesþingi frá því ekki síðar en 1598 til æviloka.

Kona (1586). Ragnheiður (d. 28. dec. 1623) Sigurðardóttir sýslumanns á Reynistað, Jónssonar.

Börn þeirra: Bergþór lögréttumaður að Neðra Ási í Hjaltadal, Guðrún átti Sigurð sýslumann Hrólfsson á Víðimýri (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.