Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Jónsson

(28. febr. 1713–6. apríl 1790)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Sæmundsson í Mývatnsþingum og kona hans Halldóra Einarsdóttir lögsagnara að Héðinshöfða, Einarssonar, Var í Hólaskóla 1730–3, stúdent úr heimaskóla 9. apr. 1737 frá síra Þorleifi Skaftasyni. Var því næst hjá móður sinni og stjúpföður 3 ár, síðan 3 ár skrifari Jóns sýslumanns Benediktssonar að Rauðaskriðu, setti þá bú að Breiðamýri, missti rétt til prestskapar fyrir barneign með konu þeirri, er hann átti síðar, fekk uppreisn 1. apr. 1747, vígðist aðstoðarprestur síra Jóns Guðmundssonar á Stað í Kinn, fekk það prestakall 21. sept. 1748, mun hafa látið af prestskap þar 1784, bjó á Geirbjarnarstöðum frá 1776. Hann var mjög fátækur.

Kona (6. okt. 1742). Gróa (d. í okt. 1784) Þorleifsdóttir prests að Múla, Skaftasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Halldóra átti Vigfús sýslumann Jónsson að Héðinshöfða, síra Þorleifur á Stað í Kinn, Kristín átti Vigfús Þorsteinsson í Naustavík (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.