Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Jónsson

(24. jan. 1832–5. júní 1912)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón Björnsson á Búlandi og kona hans Oddný Runólfsdóttir hreppstj. að Ásum, Gunnsteinssonar. Bjó fyrst á Ljótarstöðum, en síðan jafnan að Borgarfelli í Skaftártungu. Var fyrst hreppstjóri í Leiðvallarhreppi forna, síðan í Skaftártunguhreppi, og gegndi ýmsum alþjóðlegum trúnaðarstörfum. Vel metinn maður og forsjáll búmaður.

Kona 1 (23. okt. 1857): Vigdís (d. 1865) Pálsdóttir á Hunkurbökkum, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Oddný átti Sigurð Jónsson á Búlandi, Sæmundur, Sumarliði, fór til Vesturheims.

Kona 2: Katrín Vigfúsdóttir í Flögu, Bótólfssonar.

Börn þeirra: Sigríður, Vigdís átti Björn Eiríksson í Svínadal, Jón, Vigfús, Gunnar, Sigurbjörg (Óðinn IV; 0stI)5 Sæmundur Jónsson (19. maí 1832–8. nóv. 1896).

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Halldórsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Kristín Vigfúsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Þórarinssonar. F. á Barkarstöðum í Fljótshlíð. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1855, með 2. einkunn (73 st.), próf úr prestaskóla 1857, með 1. einkunn (45 st.). Var síðan einn vetur í Kh. Vígðist 21. nóv. 1858 aðstoðarprestur föður síns, fekk Hraungerði 30. maí 1860 og hélt til æviloka. Settur prófastur í Árnesþingi 19. dec. 1872, skipaður 19. febr. 1874 og var það til æviloka. Var sýslunefndarmaður frá 1875 til æviloka. R. af dbr. 26. maí 1892.

Kona (21. sept. 1864): Stefanía (f , 2. dec. 1842, d. 17. febr. 1904) Siggeirsdóttir prests á Skeggjastöðum, Pálssonar. Synir þeirra: Síra Ólafur í Hraungerði, síra Geir vígslubyskup á Akureyri, Páll aðstoðarmaður í fjármálaráðuneyti í Kaupmh. (Skýrslur; Vitæ ord. 1858; BjM. Guðfr.; Kirkjublaðið, 6. árg.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.