Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Jónsson

(1154–7. nóv. 1222)

Goðorðsmaður í Odda.

Foreldrar: Jón Loptsson í Odda og kona hans Halldóra Skegg-Brandsdóttir. Erfði ríki og vinsældir föður síns og hafði manna mestar virðingar á Íslandi, en þókti þó ekki jafnoki föður síns. Kvæntist ekki. Launbörn hans: (með systur Þorgríms alikarls Vigfússonar): Páll, Margrét átti Kolbein kaldaljós Arnórsson; (með Keldna-Valgerði Jónsdóttur, Loðmundssonar): Solveig átti Sturlu Sighvatsson, Ragnhildur; (með Ingveldi Indriðadóttur): Vilhjálmur í Odda, Haraldur í Odda, Andrés að Eyvindarmúla og Skarði á Landi, Filippus að Stórólfshvoli; (með Þorbjörgu): Hálfdan á Keldum, Björn í Gunnarsholti, síðar á Velli, Helga s.k. Kolbeins unga Arnórssonar (Sturl.; Biskupas. bmf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.