Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Hólm

(1749–5. apr. 1821)

Prestur.

Foreldrar: Magnús Guðmundsson í Hólmaseli í Meðallandi og kona hans Guðleif Sæmundsdóttir að Steig, Þorleifssonar, Lærði fyrst 2 vetur hjá síra Þórði Sveinssyni, síðast presti í Kálfholti.

Tekinn í Skálholtsskóla 1767, stúdent 5. júlí 1771, varð 25. maí 1772 djákn að Kirkjubæjarklaustri, fór utan 1774, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 24, dec. s.á., tók próf í heimspeki 1776, með 2. einkunn, og guðfræðapróf 15. jan. 1783, með 3. einkunn. Stundaði jafnframt nám í listaháskólanum og fekk 4 sinnum verðlaun þar, komst í Valkendorfs-kollegium 1786, kom aftur til landsins 1789, fekk Helgafell 24. júlí s. á. (staðfesting konungs 20. jan. 1792), vígðist 6. sept. s. á.

Hann átti oft deilur og var dæmdur fyrir prófastsrétti 1816 fyrir afglöp, en sýknaður í synodus, lét af prestskap 1819, fluttist til Stykkishólms 1820 og andaðist þar, ókv. og bl, Eftir hann eru ýmsar mannamyndir og teikningar. Hann var og skáldmæltur (sjá Lbs.). pr. er eftir hann: Efterretning om Skypumpen, Kh. 1779; Om Jordbranden paa Island, Kh. 1784 (einnig á þýzku, Kh. 1784); í ritum lærdómslistafélags „Um meltakið í Skaftafellssýslu“. Í handriti í Lbs. er lýsing hans á Skaftafellssýslu, en í Ny kgl. Saml. Afhandling om Islands nærværende Tilstand (Vitæ ord.; HÞ. Guðfr.; Matth. Þórðarson: Íslenzkir listamenn 1., Rv. 1920; Óðinn VI; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.