Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Hálfdanarson

(31. maí 1747–29. mars 1821)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hálfdan Gíslason að Eyvindarhólum og kona hans Margrét Jónsdóttir sýslumanns að Kirkjubæjarklaustri, Þorsteinssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1763, stúdent 1770, með meðalvitnisburði, varð þá skrifari Finns byskups, fekk Gufudal 15. júlí 1774, vígðist 25. sept. s. á., fekk Fljótshlíðarþing 18. júlí 1780, bjó fyrst á hálfum Hlíðarenda, síðan á parti úr Eyvindarmúla, en frá 1784 á Barkarstöðum, lét af prestskap 1819. Talinn glaðlyndur og gestrisinn, góður búhöldur.

Kona 1 (1775): Ingibjörg (f . 5. júní 1755, d. 17. júní 1792) Sigurðardóttir alþingisskrifara að Hlíðarenda, Sigurðssonar; þau bl.

Kona 2 (3. okt. 1793): Ingibjörg (d. 1833) Arngrímsdóttir prests á Melum, Jónssonar; þau bl. Hún varð síðar 3. kona síra Guðmundar Jónssonar á Staðastað (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.