Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Hrólfsson

(um 1650–1738)

Prestur.

Foreldrar: Hrólfur sýslumaður Sigurðsson á Víðimýri og kona hans Björg yngri Skúladóttir (systir Þorláks byskups). Lærði í Hólaskóla, vígðist líkl. 1681 aðstoðarprestur að Viðvík, en hafði verið í þjónustu Gísla byskups Þorlákssonar, millibilsprestur í Grímstungum eitt ár (1682–3). fekk Undornfell 1683, missti prestskap fyrir of bráða barneign með konu sinni, fekk uppreisn 23. mars 1689, bjó þá á Másstöðum í Vatnsdal. Fekk Upsir 1694, en Stærra Árskóg 21. júlí 1712, fluttist þangað 1713, sleppti þar prestskap 1722, fór þá að Fagraskógi, en andaðist að Karlsá.

Hann var nokkuð við deilur riðinn. Talinn karlmenni hið mesta.

Kona (1684): Ingibjörg Jónsdóttir í Flatey, Torfasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Eggert að Undornfelli, Einar skáld, Páll formaður í Flatey, Þórunn átti Eyvind duggusmið og klausturhaldara Jónsson (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.