Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sæmundur Gunnlaugsson
(1. dec. 1826–9. apr. 1863)
Fulltrúi.
Foreldrar: Síra Gunnlaugur Þórðarson á Hallormsstöðum og s.k. hans Ingibjörg Brynjólfsdóttir að Ölfusvatni. dölum, Gíslasonar. Var frá 11. ári á vegum hálfbróður síns, Stefáns land- og bæjarfógeta.
Fór utan 1842, tekinn í latínuskóla í Slagelse, stúdent 1846, með 1. einkunn, skráður s. á. í stúdentatölu í háskólanum, með 1. einkunn, lauk fyrra hluta annars lærdómsprófs 10. apr. 1847, varð sjálfboðaliði í Slésvíkurstyrjöldinni, dbrm. 19. mars 1848 fyrir vasklega framgöngu, síðan undirforingi í fótgönguliði Dana, varð 24. febr. 1860 fulltrúi í 2. endurskoðunardeild innanríkisráðuneytisins. Talinn fjölhæfur gáfumaður og hraustmenni.
Kona: Sofie Amalie (d. 19. júlí 1859) Petersen.
Ókunnugt er, hvort þau hafi átt börn saman (HÞ.).
Fulltrúi.
Foreldrar: Síra Gunnlaugur Þórðarson á Hallormsstöðum og s.k. hans Ingibjörg Brynjólfsdóttir að Ölfusvatni. dölum, Gíslasonar. Var frá 11. ári á vegum hálfbróður síns, Stefáns land- og bæjarfógeta.
Fór utan 1842, tekinn í latínuskóla í Slagelse, stúdent 1846, með 1. einkunn, skráður s. á. í stúdentatölu í háskólanum, með 1. einkunn, lauk fyrra hluta annars lærdómsprófs 10. apr. 1847, varð sjálfboðaliði í Slésvíkurstyrjöldinni, dbrm. 19. mars 1848 fyrir vasklega framgöngu, síðan undirforingi í fótgönguliði Dana, varð 24. febr. 1860 fulltrúi í 2. endurskoðunardeild innanríkisráðuneytisins. Talinn fjölhæfur gáfumaður og hraustmenni.
Kona: Sofie Amalie (d. 19. júlí 1859) Petersen.
Ókunnugt er, hvort þau hafi átt börn saman (HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.