Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Eyjólfsson

(10. jan. 1861–18. maí 1896)

Rithöfundur.

Foreldrar: Eyjólfur skáld Jóhannesson í Sveinatungu og Hvammi í Hvítársíðu og kona hans Helga Guðmundsdóttir á Sámsstöðum, Guðmundssonar. Var búfræðingur úr Ólafsdalsskóla og stundaði búfræðistörf að einhverju leyti jafnan síðan. Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1885, stúdent 1889, með 1. einkunn (93 st.), próf úr prestaskóla 1891, með 1. eink, (45 st.). Var í þjónustu búnaðarfélags Suðuramts á sumrum, en stundaði kennslu og ritstörf á vetrum í Reykjavík. Var meðritstjóri Búnaðarrits 1894–5. Eftir hann eru greinir þar og í Tímariti bmf.; enn fremur: Um harðindi, Rv. 1886.

Kona (1. júní 1895): Elín Eggertsdóttir sýslum. Briems; þau bl. Hún varð síðar s. k. Stefáns veræzlunarstjóra Jónssonar (prests, Hallssonar) að Sauðárkróki (Sunnanfari V; Verði ljós, 1. árg.; BjM. Guðfr.; Búnaðarrit 1897).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.