Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Einarsson

(1765–4. júlí 1826)

Prestur,

Foreldrar: Einar spítalahaldari Eiríksson í Kaldaðarnesi og kona hans Þuríður Magnúsdóttir spítalahaldara sst., Guðmundssonar, Lærði fyrst hjá síra Hílaríusi Illugasyni að Mosfelli, tekinn í Skálholtsskóla 1781, síðan í Reykjavíkurskóla 1786, stúdent 31. maí 1788, var fyrir og eftir í þjónustu Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar, síðast að Hlíðarenda, vígðist 13. júlí 1790 aðstoðarprestur síra Þórðar Þórhallasonar í Kjalarnesþingum, fekk 16. maí 1792 Stóra Dal, 21. júlí 1797 Ása, 31. júlí 1812 Útskála og hélt til æviloka, drukknaði undan Hafnarfirði. Var gáfumaður, fjörugur, glaðlyndur og skáldmæltur (sjá Lbs. og viðbæti sálmabókar 1819), en nokkuð drykkfelldur og heldur lítill búmaður, góðmenni og vel látinn.

Kona 1 (1791): Guðrún yngri (f. um 1761, d. 6. apr. 1822) Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti, Hafliðasonar. Börm þeirra: Síra Einar (Einarsen) í Stafholti, Þuríður fyrri kona Þorgeirs hreppstjóra og dbrm. Andréssonar í Króki í Garði, Sigríður átti fyrr Sigurð Jónsson á Hvalfjarðarströnd, síðar Guðmund Ólafsson í Tungu í Svínadal, Elín átti Erlend Erlendsson á Lambastöðum í Garði, Þóra átti Gísla Þórarinsson frá Stokkhólma, Lúðvíkssonar, síra Snorri á Desjarmýri, Guðrún átti fyrst launson (d. ungur) með Vernharði Ófeigssyni í Heiðarbæ, Jónssonar, giftist síðan Nikulási Sigurðssyni í Garðhúsum í Höfnum, en síðast Bárði Jónssyni á Hemru, Einar yngri hattari í Brekkubæ í Rv.

Kona 2 (15. júlí 1823): Ingveldur (f. um 1785, d. 19. nóv. 1842) Jónsdóttir að Steinum undir Eyjafjöllum, Björnssonar; þau bl. Hún átti síðar Sigurð stúdent Jónsson í Varmahlíð undir Eyjafjöllum (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.