Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur Bjarnhéðinsson

(26. ág. 1863–21. febr. 1936)

Læknir.

Foreldrar: Bjarnhéðinn Sæmundsson að Böðvarshólum í Vesturhópi og kona hans Kolfinna Snæbjarnardóttir á Gilsstöðum, Snæbjarnarsonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1884, stúdent 1890, með 1. einkunn (95 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í jan. 1897, með 2. einkunn betri (140% st.).

Varð 22. maí 1897 héraðslæknir í 9. læknishéraði, 8. júlí 1898 læknir í holdsveikispítalanum í Laugarnesi og jafnframt kennari í lyfjafræði í læknaskóla og síðar háskóla Ísl. Fekk lausn 11. júní 1934 (frá 31. ág.).

Fluttist síðan til Kh. og andaðist þar. Prófessor að nafnbót 9. okt. 1912, r. af fálk. 1. sept. 1922. Bréfafélagi í Dansk dermatologisk Selskab. Ritari læknafél. Ísl. 1918–21, í ritstjórn Læknablaðs 1923–5.

Greinir í Skírni, Læknablaði, Skýrslum um heilbrigðismál, í útl. tímaritum, „Lepra“, og í Traité de dermatologie. Þýð.: E. Ehlers: Holdsveikimálið, Kh. 1895.

Kona (1. okt. 1902): Christophine Mikkeline yfirhjúkrunarkona (f.1. okt.1868, d. 11. nóv. 1943) Júrgensen. Dóttir þeirra: Gerður læknir (Skýrslur; Óðinn XI og XXKII; Lækn.) Sæmundur Brynjólfsson (20. nóv. 1795–31. okt. 1826). Stúdent.

Foreldrar: Síra Brynjólfur Gíslason í Heydölum og kona hans Kristín Nikulásdóttir prests að Berufirði, Magnússonar, Lærði hjá föður sínum og Snorra, bróður sínum, síðar presti í Heydölum. Tekinn í 2. bekk Bessastaðaskóla 1814, varð stúdent 1816, með meðalvitnisburði (og er þar eignað feimni, að niðurstaðan varð ekki betri). Fór utan 1820, var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 10. jan. 1821, með 2. einkunn, lagði stund á læknisfræði, en varð að hætta vegna brjóstveiki og andaðist á Hallormsstöðum (Bessastsk.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.