Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæmundur (Júlíus) Halldórsson

(3. decbr. 1861–28. nóvbr. 1940)

Kaupmaður.

Foreldrar: Halldór trésmiður Sæmundsson að Búðum og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir trésmiðs í Stykkishólmi, Sigurðssonar.

Nam verzlunarfræði í Kh. 1877–8. Var kaupm. í Stykkishólmi og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (1890): Magdalena Helga Sörensdóttir kaupm. Hjaltalíns.

Börn þeirra: Gunnar verzlm., Ebba átti Richardson bankamann í London, Ragnar fulltrúi hjá Eimskipafélagi Íslands (Br7.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.