Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sæbjörn Magnússon

(21. sept. 1903 – 6. febr. 1944)

, Læknir.

Foreldrar: Magnús (22. nóv. 1924, 52 ára) Sæbjörnsson læknir í Flatey á Breiðafirði og kona hans Anna Frederikke (d. 1. janúar 1922, 52 ára), dóttir Niels smiðs Nielsen í Holbæk á Sjálandi. Fæddur á Hrafnkelsstöðum á Fljótsdal. Stúdent í Rv. 1925 með 1. einkunn (6,40). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 17. febr. 1931 með 2. einkunn betri (1262 st.). Var á sjúkrahúsum í Danmörku 1931, en síðan aðstoðarlæknir í Ólafsvíkurhéraði. Veitt Hesteyrarhérað 3. júní 1933; veitt Ólafsvíkurhérað 17. febr.1938 og gegndi hann því embætti til æviloka. Var póstafgreiðslumaður og símstöðvarstjóri á Hesteyri; sýslunefndarmaður og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Kona 1 (10. mars 1928): Ragnhildur (f. 1. nóv. 1901) Gísladóttir prests á Sandfelli, Kjartanssonar; þau skildu. Dætur þeirra: Anna átti Rúrik leikara Haraldsson, Elín stúdent. Kona 2 (15. mars 1941); Marta Guðrún (f. 27. júlí 1913) Eiríksdóttir útvegsbónda á Hesteyri, Guðmundssonar; þau bl. Hún átti síðar Sigurð gerlafræðing Pétursson (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.