Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Þórisson, langur

(13. og 14. öld)
Riddari. Fekk sýslu um Hegranesþing 1301 og getur í annálum hérlendis 1301–3, 1306, 1310. Er beinlínis nefndur Þórisson (en ekki Þorsteinsson) í Dipl. Isl. (í bréfi konungs, árfærðu 1305). Ef hann hefir verið Íslendingur, þykir líklegast, að hann hafi verið Þórisson úr Goðdölum, Teitssonar, Styrmissonar (Dipl. Isl.: Isl. Ann.; SD., sjá Tr. Jóns Pét. I, bls. 11).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.