Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sveinn Ólafsson

(11. febr. 1863 – 20. júlí 1949)

. Bóndi, alþm. Foreldrar: Ólafur (d. 6. maí 1896, 65 ára) Guðmundsson í Firði í Mjóafirði og kona hans Katrín (d. 9. okt. 1917, 78 ára) Sveinsdóttir á Kirkjubóli í Norðfirði, Jónssonar, Var við nám á lýðháskólum í Vanheim og Aulestad í Noregi 1881–82; lauk gagnfræðaprófi á Möðruvöllum 1884; gekk í Köbenhavns Seminarium 1885 –S86. Bóndi í Asknesi í Mjóafirði 1887–99; veræzlunarstjóri í Borgarfirði eystra 1899– 1901; bóndi í Firði í Mjóafirði frá 1901 til æviloka. Varð umboðsmaður Múlasýslujarða 1909; átti sæti í amtsráði um hríð, í hreppsnefnd um 50 ár, í sýslunefnd um 30 ár. Þm. S.Múl. 1916–33; skipaður í milliþinganefnd í vatnamálum (fossanefndina) 1917; í fullveldisnefnd 1918. Ritstörf: Álit minnihluta Fossanefndarinnar, „sjálfstætt aðalefni“ þess; ýmsar greinar í blöðum um landsmál; nokkrar ritgerðir í tímaritum (Eimreiðinni, Óðni, Árbók Fornleifafélagsins). Kona í (2. okt. 1888): Kristbjörg (d. 1. júní 1895, 33 ára) Sigurðardóttir í Brúnagerði, Sigurðssonar. Börn þeirra: Ólafur Helgi forstjóri í Rv., Katrín átti Guðmund póstafgreiðslumann Stefánsson á Vopnafirði.

Kona 2 (4. sept. 1899): Anna (d. 5. dec. 1929, 61 árs) Þorsteinsdóttir prests í Eydölum, Þórarinssonar. Dóttir þeirra: Sesselja átti Benedikt Sveinsson í Firði (Br7.; Alþingismannatal; Óðinn VII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.